Pantanir í bólusetningu fyrir forgangshópa.

Mynd af frétt Pantanir í bólusetningu fyrir forgangshópa.
21.10.2009

Fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þungaðar konur sem eru í forgangshópi fyrir bólusetningu við inflúensu A(H1N1)v geta nú byrjað að panta tíma í bólusetningu sem hefst 2. nóvember.

Með „undirliggjandi sjúkdómum“ er átt við eftirfarandi:

  • Hjartasjúkdóma einkum hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóma og alvarlega meðfædda hjartasjúkdóma.
  • Öndunarfærasjúkdóma sem þarfnast stöðugrar fyrirbyggjandi lyfjameðferðar (meðal annars astma).
  • Hormónasjúkdóma (insúlínháða sykursýki og barksteraskort).
  • Tauga- og vöðvasjúkdóma sem truflað geta öndun.
  • Alvarlega lifrarsjúkdóma (skorpulifur).
  • Mikla offitu.
  • Ónæmisbælandi sjúkdóma (á til dæmis við um krabbameinsmeðferð og líffæraþega).

Pantanir eru í aðalsímum heilsugæslustöðvanna. Vinsamlega sýnið biðlund því álagið er mikið.

Í Heilsugæslunni Grafarvogi eru tímapantanir í síma 585-7631 eða 585-7638.