Inflúensa A(H1N1)v - Svínainflúensa

Mynd af frétt Inflúensa A(H1N1)v - Svínainflúensa
29.04.2009


Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) er í viðbragðsstöðu vegna inflúensu A(H1N1)v - (svínainflúensunnar) samkvæmt viðbragðsáætlun sem HH gerði 2006 og samræmdi síðan áætlun fyrir allt landið. Að þessu leyti er HH nokkuð vel undir það búin að takast á við vágest eins og alheimsfaraldur af þessum toga.

Ef fólk telur sig vera með einkenni inflúensu er því eindregið ráðlagt að halda sig heima fyrir og fá ráðgjöf símleiðis hjá heilsugæslunni eða Læknavaktinni.

Á vefnum influensa.is er ítarlega fjallað um inflúensu A(H1N1)v. Þar eru alltaf nýjustu upplýsingar um stöðu mála. Vandaðar upplýsingar má líka finna á vef Landlæknisembættisins.