Heilsugæslan Hvammi er 10 ára í dag 25. maí

Mynd af frétt Heilsugæslan Hvammi er 10 ára í dag 25. maí
25.05.2009


Heilsugæslan Hvammi, Hagasmára 5, er 10 ára í dag.

Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekinn árið 1994 og það var afhent tilbúið árið 1998. Formleg opnun var þó ekki  fyrr en 25. maí 1999.

Heilsugæslan Hvammi er hverfisstöð og er fyrst og fremst ætlað að þjóna íbúum Kópavogs sem búa austan Digranesvegar og Bröttubrekku, sunnan Kópavogslækjar (Fífuhvamms) og sunnan Nýbýlavegar (með Hólmum).

Fyrir var í Kópavogi, Heilsugæslan Fannborg 7-9 sem nú er flutt að Hamraborg 8.