Samstarfssamningur um þverfaglega samvinnu

Mynd af frétt Samstarfssamningur um þverfaglega samvinnu
22.12.2008

Í Heilsugæslunni Grafarvogi var þann 22. desember skrifað undir samstarfssamning um þverfaglega samvinnu um þjónustu við sameiginlega skjólstæðinga Heilsugæslunnar Grafarvogi, Barna-og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL), Miðgarðs Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Barnaverndar Reykjavíkur.

Samningur þessi er ætlaður til að auka og bæta samvinnu þessara stofnana. skjólstæðingunum til hagsbóta og til betri nýtingar á styrkleika hvers samningsaðila.

Jafnframt var skrifað undir sérstakan samstarfssamning milli Barna- og unglingageðdeildar LSP og Heilsugæslunnar Grafarvogi um nánara samband þeirra á milli og faglega handleiðslu BUGL handa starfsmönnum Heilsugæslu Grafarvogs tengt meðferð.

Við stödd vöru: Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir BUGL, Atli Árnason yfirlæknir Heilsugæslu Grafarvogs, Ingibjörg Sigurþórsdóttir framkvæmdastjóri Miðgarðs, Halldóra Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, Hrönn Kristjánsdóttir hjúkrunarstjóri Heilsugæslu Grafarvogs, Lúðvík Ólafsson lækningaforstjóri HH, Sigríður B. Sigurðardóttir yfirhjúkrunarfræðingur Heilsugæslu Grafarvogs, Svanhvít Jakobsdóttir forstjóri HH og Már V. Magnússon sálfræðingur Heilsugæslu Grafarvogs.