Fyrirlestrar og ráðstefna um heilsu og þroska barna

Mynd af frétt Fyrirlestrar og ráðstefna um heilsu og þroska barna
26.09.2008

Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík, í samvinnu við Miðstöð heilsuverndar barna og European Society for Social Pediatrics and Child Health (ESSOP), býður til fyrirlestra og ráðstefnu um heilsu og þroska barna.

Fyrirlestrar
PEDS and BRIGANCE: New Tools for Detecting Developmental-Behavioral Problems of Young Children in Iceland

Dr. Frances Page Glascoe, Professor of Pediatrics, Vanderbilt University, USA
Hringsalur, Barnaspítala Hringsins
Miðvikudaginn 8. október kl. 08:15-09:00 Ókeypis aðgangur - Allir velkomnir
Frances P. Glascoe er höfundur PEDS og meðhöfundur á BRIGANCE sem eru ný tæki sem fyrirhugað er að taka í notkun í ung- og smábarnavernd hér á landi við skoðun 2½ ára og 4 ára barna í stað skoðunar 3½ ára og 5 ára barna. Hér er því einstakt tækifæri á því að heyra hana segja frá bakgrunni þessara tækja og þeim rannsóknum sem þau byggjast á.

Early Child Development as a Social Determinant of Health
Dr. Clyde Hertzman, Director of the Human Early Learning Partnership, Department of Health Care and Epidemiology, University of British Columbia, Vancouver, Canada
Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofa 101
Miðvikudaginn 8. október kl. 16:15:17:15
Ókeypis aðgangur - Allir velkomnir
Clyde Hertzman er einn fremsti fræðimaður í heimi á sviði þroska og heilsu barna fyrstu æviárin og var í forsvari nefndar um Þroska barna í Commission of Social Determinants of Health á vegum WHO undir forsæti Sir Michael Marmot. Lokaskýrslan kom út í lok ágúst sl.

Ráðstefna
European Society for Social Pediatrics and Child Health: Health of School-Age Children
Grand Hótel Reykjavík
Fimmtudag og föstudag 9.-10. október, salur A Gullteigur
Ráðstefnugjald: 16.000 krónur báða dagana, einn dag 10.000 krónur

Frekari upplýsingar veitir Geir Gunnlaugsson.