Hjúkrunarfræðingar í Heilsugæslunni Firði kynna heilsuvernd á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga

Mynd af frétt Hjúkrunarfræðingar í Heilsugæslunni Firði kynna heilsuvernd á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga
15.05.2008

Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 2008 sem bar upp á 12. maí var tileinkaður heilsuvernd og bar yfirskriftina: 

Heilsuvernd í höndum hjúkrunarfræðinga.
Af því tilefni vorum við, hjúkrunarfræðingar í Heilsugæslunni Firði,  staðsettar  í Verslunarmiðstöðinni þar sem við spjölluðum við og fræddum gesti hússins um hollt mataræði og mikilvægi hreyfingar ásamt því að afhenda nýja bæklinga frá Lýðheilsustöð um það efni.

Einnig kynntum við fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar, heilsueflandi heimsóknir aldraðra og áhrif tóbaksreykinga.

Þessi dagur var mjög skemmtilegur hjá okkur hér í Heilsugæslunni Firði og vonum við að með þessu framtaki hafi okkur tekist að vekja áhuga almennings á þessum þáttum heilsuverndar.