Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir við Heilsugæsluna Fjörður, varði doktorsritgerð

Mynd af frétt Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir við Heilsugæsluna Fjörður, varði doktorsritgerð
24.10.2006

Ritgerðin nefnist “Use of antimicrobials and carriage of penicillinresistant pneumococci in children-Repeated cross-sectional studies covering 10 years” (Notkun sýklalyfja og beratíðni pensilín-ónæmra pneumókokka hjá börnum – Endurtekin þversniðsrannsókn á 10 ára tímabili).

Ritgerðin fjallar m.a. um rannsóknir á um 2.600 börnum sem framkvæmdar voru í þrem áföngum á árunum 1993, 1998 og 2003. Rannsóknirnar voru unnar innan heilsugæslunnar jafnframt sem fengnar voru upplýsingar um árssölu sýklalyfja eftir aldri hjá apótekunum 1992-1993 og 1997-1998.

Doktorsvörnin fór fram 20. október 2006 og voru andmælendur prófessor dr. Jörgen Lous frá Óðinsvéum og dr. Magnús Gottfreðsson, lyflæknir á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.

Leiðbeinendur rannsóknarinnar voru Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor við heimilislæknisfræði læknadeildar Háskóla Ísland og Karl G. Kristinsson, prófessor á sýklafræðideild LSH.

Dr. Stefán B. Sigurðsson prófessor, forseti læknadeildar H.Í. stjórnaði athöfninni.