Foreldranámskeið á Heilsugæslunni Efra-Breiðholti hefst 18. september n.k.

Mynd af frétt Foreldranámskeið á Heilsugæslunni Efra-Breiðholti hefst 18. september n.k.
27.06.2006

Foreldranámskeið “Uppeldi sem virkar færni til framtíðar” verður haldið á vegum Heilsugæslunnar Efra Breiðholti og Fella- og Hólakirkju og hefst 18. september n.k.

Námskeiðið er niðurgreitt um helming af Fella-og Hólakirkju. Verð með niðurgreiðslu er 3000 kr. fyrir einstakling og 4500 kr. fyrir par.
Innifalin eru námsgögn.
Námskeiðið er ætlað foreldrum barna yngri en 3ja ára.
Stuðst verður við Uppeldishandbókina og verður hún til sölu á kostnaðarverði.

Nánari upplýsingar veita hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar.

Skráning þátttöku er hjá móttökuriturum á heilsugæslustöðinni í síma 513-1550.