Nýr heilbrigðisráðherra heimsækir Heilsugæsluna

Mynd af frétt Nýr heilbrigðisráðherra heimsækir Heilsugæsluna
10.03.2006

Siv Friðleifsdóttir, nýr heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, heimsótti Heilsugæsluna Glæsibæ fyrsta dag í embætti þann 7. mars sl. og voru með henni í för ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra og tveir skrifstofustjórar í Heilbrigðisráðuneytinu.

Á Heilsugæslunni Glæsibæ tóku yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri stöðvarinnar ásamt yfirmönnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á móti ráðherra og fylgdarmönnum hennar.

Ráðherra skoðaði aðstöðuna á nýrri heilsugæslustöðinni og farið var yfir ýmis mál sem tengjast Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Á myndinni er frá vinstri: Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sveinn Magnússon skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneyti, Sigrún K. Barkardóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslunnar Glæsibæ, Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneyti, Kristján G. Guðmundsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar Glæsibæ og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.