Þolendur kynferðisofbeldis

Leiðbeiningar og ráðleggingar fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Hringið í 1700 til að fá símaráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi allan sólarhringinn

Hringið í 112 fyrir neyðartilfelli.

Netspjall 112 er alltaf opið.  Hægt er að eiga nafnlaust netspjall ef ekki er óskað eftir neyðarþjónustu á staðinn.

Hvert get ég leitað aðstoðar?

Sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis er opin allan sólarhringinn á Landspítala.

Á heilsugæslustöðvum er hægt að fá aðstoð og ráðleggingar á opnunartíma.

Best er að leita aðstoðar sem fyrst

Fyrstu sólarhringarnir eftir að brot er framið, er mjög mikilvægur tími sérstaklega varðandi lífsýnasöfnun ef ákveðið er að kæra brotið síðar.

  • Gögnin/lífsýnin er þá hægt að nota til að styðja mál fyrir dómi. Með lífsýnum er átt við þau efni úr fólki sem getur veitt líffræðilegar upplýsingar um það.

Hægt er að leita til heilsugæslu á dagvinnutíma óháð tímalengd frá broti:

  • til að fá ráðgjöf, stuðning, fræðslu og aðstoð við úrvinnslu.
  • vegna sýnatöku fyrir smitsjúkdómum, kynsjúkdómum, sýkingum, þungun eða öðru slíku.

Hvernig fæ ég réttargæslumann?

  • Láta úthluta þér réttargæslumanni á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala.
  • Velja réttargæslumann af lista hjá lögreglu eða þolendamiðstöð.
  • Leita til lögmanns sem þú vilt að taki verkið að sér.

Að takast á við áfall

 

Úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota utan heilsugæslu:

Á vef 112 er að finna góð ráð frá þolendum kynferðisofbeldis. 

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?