Bókaðir tímar
Þegar þú þarft að hitta lækni getur þú bókað tíma með því að hringja á heilsugæslustöðina þína. Nokkrar heilsugæslustöðvar bjóða einnig upp á tímabókanir í gegnum „Mínar síður“ á Heilsuveru.
Heimilislæknar á heilsugæslustöðvum eru með bókaða viðtalstíma frá klukkan 8:00 - 16:00 og er hver tími 20 mínútur.
Bráð erindi
Nokkur bið getur verið eftir bókuðum tíma. Ef erindið þolir ekki bið er best að hafa samband í síma 1700 eða á netspjall Heilsuveru. Þar er veitt ráðgjöf og erindum komið í farveg milli kllukkan 8:00 og 17:00.
1700 síminn er opinn allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru er opið frá klukkan 8-22.
Í áríðandi tilvikum er alltaf hægt að fá þjónustu á dagvinnutíma og ef heimilislæknirinn þinn er ekki við, sinnir annar læknir eða hjúkrunarfræðingur erindinu. Þá er viðtalstíminn styttri og miðað við eitt vandamál í viðtali.