Upplýsingar um offitumeðferð

Hóptímar

Fræðsla um offitumeðferð fyrir fullorðna einstaklinga er í boði hjá Heilsubrú.

Hópfræðslan er hugsuð sem fyrsti vegvísir um hvaða meðferð gæti hentað við offitu.

Ákveðnir grunnþættir þurfa að vera til staðar til að jafnvægi skapist á þyngdarstjórnunarkerfi líkamans svo mögulegt sé að minnka fituvef líkamans samhliða því að halda vöðvamassa. Til viðbótar getur verið nauðsynlegt að beita sérhæfðri meðferð svo sem lyfjameðferð eða efnaskiptaaðgerð.

Hér er útskýrt hvernig lyfjameðferðin virkar, hvers má vænta af meðferðinni og fyrir hverja sú meðferð hentar best. Á sama hátt er fjallað um efnaskiptaaðgerðirnar (magaermi og magahjáveitu).

Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að vera betur í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun um hvaða meðferð hentar þeim best.

Fræðslan fer fram í hóptímum og það eru 15-20 einstaklingar í hverjum tíma. 

Umsjón

Heilsubrú Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með hóptímanum.  

Leiðbeinandi er Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð.

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram hjá Heilsubrú í Þönglabakka 6, 109 Reykjavík, 3. hæð. Það er sami inngangur og í Heilsugæsluna Mjódd.

Greitt er 5.000 kr. þátttökugjald við skráningu hér á vefnum.

Staðfestingarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við skráningu.

Mikilvægt er að tilkynna forföll tímanlega.

Dagsetningar og skráning

Næsti hóptími:

Fræðsla um offitumeðferð:

 

 

Skráningarsíða fyrir hóptíma