Fræðsla um fitubjúg

Hóptímar

Nú er í boði fræðsla um fitubjúg (lipoedema) á vegum Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Í hóptímanum verður farið í skilgreiningar á sjúkdómnum og þróun hans.

Fjallað er um alvarleika og dreifingu sjúkdómsins, greiningu og möguleg meðferðarúrræði. Skoðað verður hvað hver kona getur gert í sínum daglega lífstíl til að bæta líðan og einnig greint frá sérhæfðri meðferð. 

Markmið hóptímans er að auka þekkingu og skilning á sjúkdómnum fitubjúg.

Fræðslan fer fram í hóptímum og það eru 15-20 konur í hverjum tíma. Einnig er boðið upp á hóptíma gegnum fjarfundakerfið Teams fyrir konur á landsbyggðinni og þær sem ekki eiga heimangengt. 

Hóptíminn hentar öllum konum sem langar til að fræðast um fitubjúg. Í framhaldi af tímanum býðst áframhaldandi þjónusta sem skýrt verður frá í fræðslunni.

Umsjón

Hóptíminn er haldinn á vegum Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Leiðbeinendur eru Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð og yfirlæknir hjá Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sigrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram hjá Kvenheilsu í Þönglabakka 6, 109 Reykjavík, 3. hæð. Það er sami inngangur og í Heilsugæsluna Mjódd. 

Einnig er boðið upp á hóptíma í Teams fjarfundakerfi.

Greitt er 500 kr. þátttökugjald við skráningu hér á vefnum.

Staðfestingarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við skráningu. 

Mikilvægt er að tilkynna forföll tímanlega.

Hafið samband á kvenheilsa@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.

Dagsetningar og skráning

Staðtímar í Þönglabakka 6

  • Fimmtudagur 19. október kl. 14:30 - 16:00
  • Fimmtudagur 23. nóvember kl. 14:30 - 16:00

Skráningarsíða - hóptímar fyrir konur

Fjartímar á Teams

  • Þriðjudagur 31. október kl. 14:30 - 16:00

Teams fundarboð er sent út einum til þremur dögum fyrir hóptímann. 

Skráningarsíða - hóptímar fyrir konur

Fannst þér efnið hjálplegt?

Rusl-vörn


Af hverju ekki?

Rusl-vörn