Nú er í boði fræðsla um fitubjúg (lipoedema) á vegum Heilsubrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Í hóptímanum verður farið í skilgreiningar á sjúkdómnum og þróun hans.
Fjallað er um alvarleika og dreifingu sjúkdómsins, greiningu og möguleg meðferðarúrræði. Skoðað verður hvað hver kona getur gert í sínum daglega lífstíl til að bæta líðan og einnig greint frá sérhæfðri meðferð.
Markmið hóptímans er að auka þekkingu og skilning á sjúkdómnum fitubjúg.
Fræðslan fer fram í hóptímum og það eru 15-20 konur í hverjum tíma. Einnig er boðið upp á hóptíma gegnum fjarfundakerfið Teams fyrir konur á landsbyggðinni og þær sem ekki eiga heimangengt.
Hóptíminn hentar öllum konum sem langar til að fræðast um fitubjúg. Í framhaldi af tímanum býðst áframhaldandi þjónusta sem skýrt verður frá í fræðslunni.