Andleg líðan á meðgöngu

Hópnámskeið fyrir verðandi mæður til að skoða og bæta tilfinningalega líðan

Meðganga er oft tími gleði og tilhlökkunar en getur líka verið krefjandi bæði andlega og líkamlega. Það er eðlilegt að finna fyrir alls konar líðan, hugsunum og tilfinningum. 

Á þessu hópnámskeiði færðu leiðsögn að leiðum til að stuðla að vellíðan. Rætt verður um andlega heilsu og farið inn á þætti eins og kvíða og áhyggjur, óvissu, depurð, streitu og sjálfsmynd. Við skoðum hvað við  getum gert til að okkur líði betur.  Einnig verða kynnt frekari úrræði innan sem utan Heilsubrúar sem konur geta nýtt sér að námskeiði loknu. 

Verðandi foreldrar hafa gjarnan áhyggjur af nýja barninu. Verður barnið heilbrigt? Getum við sinnt barninu vel og hugsað vel um það? Það getur reynst þér erfitt sérstaklega ef þú hefur átt erfitt í gegnum lífið á einhvern hátt. Eða ef þú ert undir álagi vegna streitu eða átt við heilsuvanda að stríða.

Eitt af því besta sem þú getur gert á meðgöngunni er að hugsa vel um sjálfa þig meðan þú undirbýrð komu barnsins. 

Umsjón

Heilsubrú hefur umsjón með námskeiðinu.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru:

  • Ester María Ólafsdóttir, sálfræðingur
  • Steinunn Zophoníasdóttir, ljósmóðir

Fyrirkomulag námskeiðsins

Hvert námskeið er 2 skipti, 2 klst í hvert sinn. 

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Það eru allt að 15 verðandi mæður á hverju námskeiði. Námskeiðið er blanda af fræðslu og umræðum og fer fram í herbergi þar sem við höfum næði. Allt sem rætt er í hópnum er trúnaðarmál. 

Námskeiðið er haldið hjá Heilsubrú í Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. 2. hæð.

 

Dagsetningar og skráning

Námskeiðið er haldið reglulega.

Næsta námskeið:

  • Mánudagurinn 16. september og 30. september
  • Mánudagurinn 21. október og  28. október
  • Mánudagurinn 25. nóvember og 2. desember

Skráningarsíða fyrir hópnámskeið

Staðfestingarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við skráningu. 

Mikilvægt er að tilkynna forföll tímanlega.

Hafið samband á heilsubru@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.

Czy treść była pomocna?

Tak

Rusl-vörn


Dlaczego nie?