Kæri skjólstæðingur Heilsugæslunnar Grafarvogi,
Áformað er að gera upp húsnæði heilsugæslunnar í Spönginni og standa vonir til þess að það verði tilbúið snemma á næsta ári. Vegna rasks sem fylgja mun framkvæmdunum þarf að flytja alla starfsemi heilsugæslustöðvarinnar. Tímabundin staðsetning stöðvarinnar verður í Hraunbæ 115, 110 Árbæ. Það er sama hús og Heilsugæsla Árbæjar er staðsett en Heilsugæsla Grafarvogs verður á 1. hæð hússins.
- Ungbarnavernd, mæðravernd, hreyfistjórnun sjúkraþjálfara, sálfræðimeðferð barna, heilsuvernd aldraðra og sykursýkismóttaka verða staðsett í austurenda á 1. hæð. Gengið er inn hægra megin út í enda byggingarinnar.
- Dagvakt, læknamóttaka og hjúkrunarmóttaka verður staðsett í vesturenda á 1. hæð. Gengið inn um sama inngang og HH Árbæ og Lyfju.
Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biður skjólstæðinga afsökunar á óþægindum sem þessu fylgja. Við munum keppast við að veita fyrsta flokks þjónustu í Árbænum og hlökkum til að taka á móti ykkur í endurbættu húsnæði í Spönginni um leið og framkvæmdum er lokið.
Ef þú hefur athugasemdir eða ábendingar viljum við gjarnan heyra frá þér. Sendu tölvupóst á netfangið heilsugaeslan@heilsugaeslan.is.
Bestu kveðjur
Starfsfólk Heilsugæslunnar Grafarvogi