Kæri skjólstæðingur Heilsugæslunnar Grafarvogi,
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ætlar að bæta verulega þjónustu við íbúa Grafarvogs. Ráðist verður í umfangsmiklar umbætur á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Spönginni. Markmiðið er að Heilsugæslan Grafarvogi bjóði upp á fyrsta flokks þjónustu í fyrsta flokks húsnæði.
Því miður þurfum við að loka húsnæðinu tímabundið og verður hefðbundin þjónusta veitt á þremur stöðum þar til framkvæmdum lýkur:
- Spöngin 37, 2. hæð (sami inngangur og Sjúkraþjálfun Grafarvogs):
Skyndimóttaka fyrir smáslys og bráð veikindi, hjúkrunarmóttaka, sykursýkismóttaka, heilsuvernd aldraðra og sálfræðiþjónusta fyrir börn.
- Hraunbær 115, 1. hæð í austurenda:
Mæðravernd, leghálsskimun, ung- og smábarnavernd, læknamóttaka og sjúkraþjálfari. Allt fyrirfram bókaðir tímar
- Hraunbær 115, 2. hæð (Heilsugæslan Árbæ):
Blóðrannsóknir
- Afgreiðsla 513-5600 (kl. 8-16)
- Lyfjaendurnýjun 513-5602 (kl. 9-11)
Okkur þykir leitt að geta tímabundið ekki veitt þjónustu á einum stað innan hverfis en hlökkum til að taka á móti þér í endurbættu húsnæði.
Ef þú hefur athugasemdir eða ábendingar viljum við gjarnan heyra frá þér. Sendu tölvupóst á netfangið heilsugaeslan@heilsugaeslan.is.
Bestu kveðjur
Starfsfólk Heilsugæslunnar Grafarvogi