Hægt er að senda gögn með öruggum hætti til Geðheilsuteymis taugaþroskaraskana með Signet transfer. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki. Hlekkur í örugg gagnaskil
Bréfpóst skal senda í Álfabakka 16. Þar er opið 8-16 alla virka daga.
Hægt er að senda gögn með öruggum hætti til Geðheilsuteymis taugaþroskaraskana með Signet transfer. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki. Hlekkur í örugg gagnaskil
Bréfpóst skal senda í Álfabakka 16. Þar er opið 8-16 alla virka daga.
Þjónustan er fyrir fólk 18 ára og eldri.
Markhópur teymisins er fólk með þroskahamlanir og/eða hamlandi einhverfu sem þarfnast sértækrar geðheilbrigðisþjónustu vegna geðræns vanda.
Geðheilsuteymið er fyrir þá sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á vegum heilsugæslunnar.
Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana starfar á landsvísu.
Tekið er við umsóknum frá heimilislæknum á heilsugæslum og/eða heilbrigðisstofnunum.
Þjónustan er þverfagleg og er veitt með heimavitjunum og viðtölum í húsnæði teymisins. Í teyminu starfa atferlisfræðingur, félagsráðgjafi, geðlæknir, heimilislæknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur og þroskaþjálfi.
Teymið sinnir ekki frumgreiningu s.s. vegna gruns um einhverfu eða skyldar raskanir.
Almennar upplýsingar
Fyrir hverja
Hlutverk og markmið
Við veitum:
Við eigum:
Við útskrift
Um teymið
Starfsmenn
Áhersla er á samskipti við hinar ýmsu stofnanir, þjónustu- og stuðningsaðila og félagasamtök. Unnið er á jafnræðisgrunni með áherslur á einstaklinginn í fyrirrúmi.
Stuðst er við hugmyndafræði sjálfstæðs lífs, valdeflingar, Bjargráðakerfisins Bjargar (byggt á díalektískri atferlismeðferð) og rannsóknir í taugavísindum.
Þjónustan er fyrir fólk 18 ára og eldri með þroskahamlanir og/eða hamlandi einhverfu sem þarfnast sértækrar geðheilbrigðisþjónustu vegna geðræns vanda
Sérhæfing teymisins verður fyrir þann hóp sem þarfnast sértækrar nálgunar vegna sinnar fötlunar.
Mikilvægt er að önnur þjónusta, svo sem þjónusta frá heilsugæslu og/eða almenn geðheilsuþjónusta hafi verið fullreynd áður en sótt er um til geðheilsuteymis taugaþroskaraskana.
Við útskrift verður haft samband við einstaklinginn og þann aðila sem óskaði eftir þjónustu geðheilsuteymisins og þeim gerð grein fyrir stöðu mála hjá viðkomandi einstaklingi.
Einnig verður haft samráð við stoðþjónustu einstaklings og málastjóra í nærumhverfi ef við á.
Símaeftirfylgd.
Tekið er við tilvísunum frá heimilislæknum.
Þeir senda tílvísanir rafrænt í gegnum Sögu-kerfið.
Mikilvægt er að tilvísun sé vel útfyllt svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. Flýtitextinn minnir á hvað þarf að koma fram. Ófullnægjandi tilvísun verður endursend.
Í framhaldi af tilvísun er óskað eftir samþykki og frekari upplýsingum frá notanda og/eða stuðningsaðilum hans.
Geðheilsuteymið byggir á þverfaglegri samvinnu til að veita öflugri þjónustu
Í teyminu starfa atferlisfræðingur, félagsráðgjafi, geðlæknir, heimilislæknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur og þroskaþjálfi.
Samsetning fagstétta hverju sinni getur verið mismunandi.
Við viljum vita hvað þér finnst um þjónustu okkar. Þú getur sent okkur tölvupóst eða talað beint við starfsfólkið.
Ábendingar um hvað betur má fara hjálpa okkur að gera enn betur.
Fannst þér efnið hjálplegt?
Já