Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins heldur reglulega námskeið og aðra viðburði fyrir sitt starfsfólk og annað fagfólk í heilsugæslu og skyldum greinum.

ADIS Námskeið fyrir fagfólk

ADIS kvíðagreiningarviðtalið fyrir börn er gefið út í íslenskri þýðingu af Þroska- og hegðunarstöð. Þetta viðtal er notað af fagfólki um allan heim sem vinnur við greiningu og meðferð barna og unglinga á aldrinum 7-17 ára. ÞHS stendur reglulega fyrir námskeiði um notkun viðtalsins.

Önnur námskeið og viðburðir

Geðheilsumiðstöð barna hefur þróað nokkur uppeldis- og meðferðarnámskeið fyrir foreldra og börn. Reglulega er boðið er upp námskeið fyrir fagfólk sem vill gerast leiðbeinendur á slíkum námskeiðum.

Did you find the content helpful?

Yes

Why not?