Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa við hjúkrunarmóttöku, ung- og smábarnavernd ásamt skólahjúkrun. Um er að ræða ótímabundið, 80-100% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september eða eftir nánara samkomulagi

Helstu verkefni og ábyrgð

Megin starfssvið hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu er mjög fjölbreytt. Meðal verkefna eru hjúkrunarmóttaka, skólahjúkrun og ung- og smábarnavernd. Starfssvið í móttöku er mjög víðtækt, allt frá símaráðgjöf til bráðaþjónustu. Hjúkrunarmóttakan sinnir fólki á öllum aldri og skiptist í opna móttöku, bókaða móttöku og símaráðgjöf. Einnig er boðið upp á lífsstíls- og sykursýkisráðgjöf. Ung og smábarnavernd eflir heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra. Skólahjúkrunarfræðingur sinnir reglubundnu heilbrigðiseftirliti nemenda og fræðslu. Auk þess sinnir hann öðrum viðfangsefnum sem upp kunna að koma í samstarfi við annað starfsfólk skólans og foreldra eftir þörfum hverju sinni.

Hæfnikröfur

- Íslenskt hjúkrunarleyfi - Reynsla af heilsugæsluhjúkrun æskileg - Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki - Faglegur metnaður og áhugi á að vinna með börnum - Sjálfstæði í starfi - Reynsla af og áhugi á teymisvinnu - Góð íslenskukunnátta skilyrði

Nánari Lýsing

Stéttarfélag er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.08.2019

Nánari upplýsingar veitir

Emilía Petra Jóhannsdóttir - emilia.p.johannsdottir@heilsugaeslan.is - 513-6100

HH Seltjarnarnesi hjúkrun
Suðurströnd
170 Seltjarnarnes

Sækja um starf »