Lífsstíll á breytingaskeiði

Fræðsla um lífsstíl

Nú er í boði fræðsla um lífsstíl fyrir konur á breytingaskeiði á vegum Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Margar konur kannast við að lífshættir sem áður hentuðu vel eiga ekki við lengur þegar líkaminn fer í gegnum breytingaskeiðið. Einnig líta margar konur á þennan tíma sem tækifæri til að innleiða nýjar venjur í daglegt líf. 

Í þessum tíma skoðum við hvaða mataræði er líklegt til að henta vel á þessu tímabili. Við skoðum líka hreyfingu, andlega líðan og svefn sem oft tekur breytingum. Lögð er áhersla á skilning á það sem gerist í líkamanum, meðal annars í þyngdarstjórnunarkerfum, líkamsklukku og efnaskiptum. Þannig má auðvelda konum á breytingaskeiði að átta sig á því hvaða venjur getur verið gott að innleiða til að bæta heilsu og líðan. 

Fræðslan fer fram í hóptímum og það eru 15-20 konur í hverjum tíma. 

Hóptíminn hentar öllum konum sem langar til að fræðast um heilbrigða lífshætti. 

Umsjón

Hóptíminn er haldinn á vegum Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Leiðbeinandi er Steinunn Zophoníasdóttir, ljósmóðir með sérþekkingu á breytingaskeiði kvenna. 

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram hjá Heilsubrú í Þönglabakka 6, 109 Reykjavík, 3. hæð. Það er sami inngangur og í Heilsugæsluna Mjódd.

Greitt er 500 kr. þátttökugjald við skráningu hér á vefnum.

Staðfestingarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við skráningu.

Hafið samband á kvenheilsa@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.

Dagsetningar og skráning

Næstu námskeið:

  • Fimmtudagur 30. nóvember kl. 15:00 - 16:30
  • Fimmtudagur 25. janúar kl. 15:00 - 16:30
  • Fimmtudagur 29. febrúar kl. 15:00 - 16:30

Skráningarsíða 

Fannst þér efnið hjálplegt?

Rusl-vörn


Af hverju ekki?

Rusl-vörn