Þjónustufulltrúi - Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana HH

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að koma til liðs við okkur.

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa til starfa hjá Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana. Starfið er fjölbreytt og í góðu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Um er að ræða 50% ótímabundið starf en möguleiki er að auka starfshlutfall með tímanum. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana sinnir einstaklingum, 18 ára og eldri með þroskahömlun og klínískan geðrænan vanda og/eða krefjandi hegðun. Skjólstæðingar teymisins hafa oft á tíðum annan fjölbreytilegan taugaþroska og/eða sjúkdóma. Áhersla er lögð á þverfaglegt starf og unnið er þvert á stofnanir heilbrigðis- og velferðarþjónustu á landsvísu.

Ef þú hefur áhuga á að starfa í öflugu þverfaglegu teymi sem sinnir samfélagsgeðþjónustu með áherslu á gott samstarf og jákvæðan starfsanda, er þetta tækifæri sem vert er að skoða.

Helstu verkefni og ábyrgð

Þjónustufulltrúi starfar þvert á allar fagstéttir og þjónustar þær eftir þörfum. Verkefni þjónustufulltrúa eru fjölbreytt, til dæmis:

  • Símsvörun og móttaka skjólstæðinga
  • Vinnsla, skönnun og útsending gagna
  • Móttaka gagna og skráning
  • Svörun erinda í tölvupósti
  • Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur

  • Nám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sambærilegu starfi og/eða skrifstofustarfi æskileg
  • Reynsla af Sögukerfi er æskileg
  • Reynsla af Heilsuveru er æskileg
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta, bæði rituð og töluð 
  • Góð almenn enskukunnátta er æskileg

Nánari Lýsing

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.  Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Sigurborgar Jónsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 17.11.2025

Nánari upplýsingar veitir

Bjargey Una Hinriksdóttir - bjargey.una.hinriksdottir@heilsugaeslan.is - 513-6750

HH Geðheilsuteymi HH Taugaþroskaraskanir
Vegmúla 3
108 Reykjavík

Sækja um starf »