Sérfræðingur í klínískri sálfræði - Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að sérfræðingi í klínískri sálfræði í tímabundið starf hjá Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna.
Í boði er að vinna í frábæru þverfaglegu teymi á sérsviði ADHD fullorðinna, sem býður upp á fjölbreytt tækifæri fyrir þá sem vilja taka þátt í uppbyggingu og þróun þjónustunnar á Íslandi.
Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna er þverfaglegt teymi sem starfar á landsvísu, og veitir 2. stigs þjónustu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri. Þjónustan byggir á sérþekkingu, þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu teymisins og samstarfsaðila í 1. og 3. línu. Teymið leitar að öflugum einstakling sem vill taka þátt í að byggja upp starfsemina.
Meginverkefni teymis er greining, endurmat, og meðferð vegna ADHD hjá fullorðnum auk þess að veita ráðgjöf og fræðslu sem byggir á sérþekkingu. Teymið vinnur eftir vinnulagi Embættis landlæknis þar sem fagleg gæði og gott viðmót eru höfð að leiðarljósi og einstaklingurinn er ávallt í fyrirrúmi
Ef þú vilt vinna í öflugu teymi sem leggur áherslu á samvinnu, fagleg gæði og jákvæðan starfsanda, er þetta einstakt tækifæri.
Um er að ræða 100% tímabundið starf til 1.árs. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining og mat á ADHD hjá fullorðnum með viðurkenndum greiningaraðferðum
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra
- Ráðgjöf, handleiðsla og stuðningur fyrir starfsmenn teymisins
- Samstarf við aðrar stofnanir og þjónustuveitendur
- Þátttaka í gæða-, og umbótastarfi teymisins
- Þátttaka í þróun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu innan sérgreinar
- Önnur verkefni tengd sálfræðiþjónustu
Hæfnikröfur
- Íslenskt sérfræðileyfi í klínískri sálfræði skv. reglugerð nr. 158/1990 eða nr. 1130/2012
- Víðtæk reynsla af sálfræðilegu mati og greiningu ADHD hjá fullorðnum og gagnreyndri sálfræðilegri meðferð
- Reynsla á greiningu annarra taugaþroskaraskanna er kostur
- Reynsla af handleiðslu, kennslu og umbótavinnu
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
- Geta til að sýna frumkvæði, sjálfstæði og faglega ábyrgð í starfi
- Áhugi og metnaður til að ná árangri
- Góð íslenskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
Nánari Lýsing
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Sigurborgar Jónsudóttur, framkvæmdarstjóra mannauðssviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. HH áskilur sér rétt á því að óska eftir hreinu sakavottorði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 12.11.2025
Nánari upplýsingar veitir
Sigurður Ýmir Sigurjónsson - Sigurdur.Ymir.Sigurjonsson@heilsugaeslan.is - 513-6730
Erla Dögg Halldórsdóttir - Erla.Dogg.Halldorsdottir@heilsugaeslan.is - 513-6730
HH Geðheilsuteymi ADHD fullorðnir
Vegmúla 3
108 Reykjavík