Spennandi starf fyrir iðjuþjálfa - Geðheilsuteymi HH austur

Ertu metnaðarfullur iðjuþjálfi sem brennur fyrir bættri geðheilsu og velferð fólks? Geðheilsuteymi HH austur leitar að öflugum og samhentum liðsfélaga í 100% ótímabundið starf. Hér gefst tækifæri til að hafa áhrif á líf fólks með því að efla virkni, sjálfstæði og lífsgæði skjólstæðinga í nánu samstarfi við samheldið og þverfaglegt teymi.

Við leitum að einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í spennandi og krefjandi verkefnum og getur hafið störf 1. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Sem iðjuþjálfi hjá Geðheilsuteymi HH austur tekur þú þátt í þróunarstarfi sem felur í sér:

  • Umsjón með ákveðnum fjölda skjólstæðinga og málastjórn
  • Þétt samstarf við notendafulltrúa og aðra fagaðila
  • Áherslu á að efla virkni, þátttöku, sjálfstæði og lífsgæði skjólstæðinga
  • Vinnu samkvæmt batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta og styrkleikar notenda eru í fyrirrúmi 

Teymið er staðsett að Stórhöfða 23 og í því starfar fjölbreyttur hópur fagfólks: hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, sálfræðingar, þroskaþjálfi, geðsjúkraliði, notendafulltrúi, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingar, iðjuþjálfi og skrifstofustjóri. Lögð er rík áhersla á jákvæðan starfsanda og faglegan stuðning.

Nánari upplýsingar má finna inni á (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipuleggur einstaklingsmiðaða iðjuþjálfun 
  • Sinna málastjórn, þ.e.hafa umsjón og yfirsýn yfir meðferð ákveðins notendahóps
  • Samþætta meðferð og leita leiða til að bæta líðan skjólstæðinga
  • Meta færni skjólstæðings við athafnir daglegs lífs
  • Nýta iðjutengda nálgun til að efla færni í daglegu lífi
  • Þétt samvinna við notendafulltrúa sem og aðra fagaðila í teyminu
  • Sinna ráðgjöf og fræðslu til notenda og aðstandenda
  • Viðtöl á starfstöð og/eða heimavitjunum ef þess þarf
  • Námskeiðshald og önnur tilfallandi verkefni
  • Samstarf við aðra fagaðila innan sem og utan stofnunar
  • Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu 
  • Sjálfstæði, frumkvæði og lausnarmiðuð nálgun í starfi 

Hæfnikröfur

  • Starfsleyfi frá Landlækni
  • Að lágmarki 2 ára starfsreynsla af iðjuþjálfun
  • Þekking og reynsla af störfum innan geðheilbrigðiskerfisins er æskileg
  • Reynsla af þvegfaglegri teymisvinnu æskileg
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði í starfi og góðir skipulagshæfileikar
  • Hæfni og geta til að starfa í þverfaglegu teymi
  • Faglegur metnaður, framsýni og ábyrgð í starfi
  • Reynsla af námskeiðshaldi og fræðslu er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta 

Nánari Lýsing

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.  Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.05.2025

Nánari upplýsingar veitir

Sigríður Hrönn Bjarnadóttir - sigridur.hronn.bjarnadottir@heilsugaeslan.is - 513-6330

HH Geðheilsuteymi austur
Álfabakki 16
109 Reykjavík

Sækja um starf »