Góður árangur af fyrsta ári EUCanScreen

Mynd af frétt Góður árangur af fyrsta ári EUCanScreen
30.01.2026

Góður árangur náðist á fyrsta starfsári EUCanScreen-verkefnisins þar sem unnið er markvisst að því að efla og nútímavæða krabbameinsskimanir í Evrópu.

Krabbamein er algengur og alvarlegur sjúkdómur og forvarnir mikilvægur þáttur í að draga úr tíðni greininga og alvarleika tilfella. Verkefnið EUCanScreen styður við stefnumótun og aðgerðir sem miða að því að draga úr byrði krabbameina, með áherslu á bæði einstaklingsbundna og samfélagslega áhættuþætti.

EUCanScreen var sett á laggirnar undir EU4Health-áætlun Evrópusambandsins og sameinar lýðheilsuyfirvöld, rannsóknastofnanir og aðra hagaðila frá aðildarríkjum ESB og tengdum ríkjum. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins tekur þátt í verkefninu.

Öflugar skimanir markmiðið

Markmið verkefnisins er að styðja við skilvirka innleiðingu skipulagðra, gagnreyndra  lýðgrundaðra krabbameinsskimana, í samræmi við evrópskar leiðbeiningar og markmið Krabbameinsáætlunar Evrópu.

Á fyrsta starfsári lagði EUCanScreen áherslu á að:

  • Koma á fót öflugum stjórnar- og samhæfingarstrúktúrum á Evrópu- og landsvísu.
  • Kortleggja gildandi stefnu, skimunarverkefni og getu til krabbameinsskimana í þátttökulöndum.
  • Þróa sameiginlega aðferðafræðilega ramma, verkfæri og mælikvarða til að styðja við gæði, jafnræði og skilvirkni skimunar.
  • Efla samstarf og þekkingarmiðlun milli skimunaryfirvalda, hagaðila, sérfræðinga og annarra evrópskra verkefna.
  • Innleiða áhættumiðaðar nálganir í krabbameinsskimun.
  • Ná verulegum árangri í að efla mannauð, þjálfunarinnviði og faglega hæfni á sviði krabbameinsskimana víðs vegar um Evrópu.
  • Vinna að fjölmörgum verkefnum sem miða að því að yfirstíga hindranir í krabbameinsskimun, meðal annars með fjölbreyttum fræðslu- og þjálfunarverkefnum.

Nú þegar EUCanScreen er komið inn á sitt annað starfsár mun verkefnið byggja áfram á þessum grunni og styðja ríki enn frekar í að bæta umfang, gæði, vöktun og mat á krabbameinsskimunum. Sérstök áhersla verður lögð á að draga úr ójöfnuði og bæta ávinning fólks.

EUCanScreen ítrekar þá skuldbindingu sína að styðja ríkin sem taka þátt í verkefninu í að tryggja aðgengilega og sjálfbæra krabbameinsskimun fyrir alla borgara.

Nánari upplýsingar um EUCanScreen verkefnið má finna á vef HH.