Helga Sól tekin við stöðu leiðtoga félagsráðgjafa

Mynd af frétt Helga Sól tekin við stöðu leiðtoga félagsráðgjafa
07.02.2024
Helga Sól Ólafsdóttir hefur tekið til starfa sem leiðtogi félagsráðgjafa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún kemur með gríðarmikla reynslu með sér til stofnunarinnar eftir að hafa starfað sem félagsráðgjafi innan heilbrigðiskerfisins í rúm 25 ár.  

Um er að ræða nýja stöðu innan stofnunarinnar, en félagsráðgjöfum hefur fjölgað hjá heilsugæslunni undanfarið og fyrirsjáanlegt að þeim muni halda áfram að fjölga á næstu mánuðum og árum. Helga Sól mun móta og samræma verklag félagsráðgjafa hjá heilsugæslunni. 

Heilsugæslan er í dag að mæta fjölbreyttum hópi skjólstæðinga með margvíslegar þarfir. Þverfagleg snemmtæk íhlutun við vanda, hvort sem hann er líkamlegur, andlegur eða félagslegur getur of breytt miklu fyrir heilsu einstaklings til framtíðar.  

Félagsráðgjafar vinna með umhverfi einstaklings í samvinnu við hann og önnur þjónustukerfi til að tryggja að skjólstæðingurinn fái rétta þjónustu á réttum stað og á réttum tíma. Almennri félagsráðgjöf innan Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins er ætla að styðja við notendur heilsugæslunnar sem og fagfólks heilsugæslunnar við að leiðbeina um réttindi, veita stuðning og koma málum í viðeigandi ferli. Mikil áhersla verður lögð á teymisvinnu innan heilsugæslustöðva og samstarf við aðra þjónustuveitendur.  

Góð reynsla af starfi á heilsugæslustöð 

Helga Sól lauk doktorsprófi í lýðheilsuvísindum frá Gautaborg árið 2012 og hlaut sérfræðileyfi sem félagsráðgjafi á heilbrigðissviði árið 2014. Hún hefur starfað innan heilbrigðisgeirans bæði hérlendis sem og erlendis. Síðast liðinn 10 ár hefur hún starfa á kvenna- og barnasviði Landspítalans og síðustu ár sem verkefnastjóri félagsráðgjafa á því sviði. 

Hún kom til starfa á Heilsugæsluna í Efstaleiti í mars 2023 og hefur reynslan af því að hafa félagsráðgjafa í starfi á stöðinni verið afar góð. Helga Sól hefur unnið að því að þróa almenna félagsráðgjöf innan heilsugæslunnar til að mæta þeim fjölþættu sálfélagslegu þörfum einstaklinga sem heilsugæslan er í dag að sinna. Hún tók svo við stöðu leiðtoga félagsráðgjafa 1. janúar síðastliðinn og vinnur nú að því að þróa áfram almenna félagsráðgjöf innan Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. 

Helga Sól er einnig með stöðu dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Ísland og er virk í rannsóknum innan félagsráðgjafar sem og innan heilbrigðissviðs. Helga Sól starfar einnig á Livio tæknifrjóvgunardeildar þar sem hún er sérfræðingur í sálfélagslegri ráðgjöf við einstakling sem eiga við ófrjósemi að stríða. Hún tók þátt í að stofna Livio eggja- og sæðisbanka árið 2020.