Veitum þjónustu í síma og netspjalli alla páskana

Mynd af frétt Veitum þjónustu í síma og netspjalli alla páskana
03.04.2023
Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verður opin milli klukkan 8 og 22 alla daga yfir páskana. Þar verður veitt þjónusta bæði í síma 513-1700 og í gegnum netspjall á vefnum Heilsuvera.

Heilsugæslustöðvar verða lokaðar frá skírdegi, 6. apríl, fram yfir annan í páskum en þær opna aftur þriðjudaginn 11. apríl. Vinsamlegast athugið að skilaboð sem send eru í gegnum Heilsuveru eru ekki lesin á þessum tíma, en við bendum á netspjallið á heilsuvera.is sem starfsfólk Upplýsingamiðstöðvarinnar svarar alla daga.

Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins óskar skjólstæðingum og öðrum gleðilegra páska!