Opnunartímar Heilsuveru og upplýsingasíma yfir jól og áramót

Mynd af frétt Opnunartímar Heilsuveru og upplýsingasíma yfir jól og áramót
20.12.2022
Lokað verður fyrir samskipti í gegnum skilaboð á Mínum síðum Heilsuveru yfir jól og áramót auk þess sem netspjall og símsvörun munu liggja niðri yfir hátíðarnar. Læknavaktin verður opin alla hátíðisdagana milli klukkan 9 og 22. Tímapantanir verða í síma 1700.

Hægt verður að senda skilaboð í gegnum Mínar síður á Heilsuveru fram til klukkan 22 á Þorláksmessu, 23. desember og verður opnað aftur fyrir skilaboð klukkan 6 þann 27. desember. Um áramótin verður lokað fyrir möguleikann á að senda skilaboð frá klukkan 22 þann 30. desember fram til klukkan 6 þann 2. janúar,

Netspjall Heilsuveru verður opið til klukkan 16 á aðfangadag, 24. desember og opnar aftur klukkan 8 annan í jólum, 26. desember. Þjónustan mun einnig liggja niðri eftir klukkan 16 á gamlársdag, 31. desember en það opnar aftur klukkan 8 þann 2. janúar. Hægt verður að senda skilaboð á þeim tíma sem lokað er en þeim verður ekki svarað fyrr en opnað verður fyrir þjónustuna aftur. Upplýsingasími heilsugæslunnar, 513-1700, verður opinn á sömu tímum og netspjallið.

Við bendum á að fjölbreyttar upplýsingar um sjúkdóma og heilsu má finna á fræðsluvef Heilsuveru.