Vottorð vegna Covid gildi lengur

Mynd af frétt Vottorð vegna Covid gildi lengur
14.03.2022
Enn er mikið um Covid-19 smit í samfélaginu og talsvert um að starfsfólk þurfi að framvísa vottorðum til staðfestingar á veikindum til síns vinnuveitanda. Til að minnka álag á heilsugæsluna er eindregið mælst til þess að atvinnurekendur láti fimm daga vottorð duga þó veikindin standi lengur.

Sjálfvirk vottorð sem gefin eru út þegar Covid-19 smit greinast gilda í fimm daga en margir þeirra sem smitast hafa undanfarið hafa verið með talsverð einkenni lengur. Vinnuveitendur hafa í einhverjum tilvikum kallað eftir því að fá vottorð sem nær yfir allan tímann sem starfsfólkið er frá vinnu. Útgáfa slíkra vottorða tekur talsverðan tíma frá starfsfólki heilsugæslunnar og því er eindregið mælst til þess að fimm daga vottorðin verði látin duga til staðfestingar á veikindum til að létta álagi af heilbrigðisstarfsfólki.