Síðasta vikan í Laugardalshöll

Mynd af frétt Síðasta vikan í Laugardalshöll
18.02.2022

Dagarnir  21. til 25 febrúar eru síðustu dagar sem við bólusetjum vegna COVID-19 í Laugardalshöll. 

Þessa daga verður opið hús frá kl. 10:00 til 15:00, nema fimmtudaginn 24. febrúar. Þá verður opið frá kl. 10:00 til 18:00 til að auðvelda fólki að mæta. 

Við hvetjum öll sem eiga eftir að fá örvunarskammt til að nota tækifærið og koma til okkar í Laugardalshöll. 

Grunnbólusetningar eru einnig í boði fyrir alla frá 5 ára aldri. 

Ekki er nauðsynlegt að hafa fengið boð í bólusetningu, þú mætir Laugardalshöll og gefur upp kennitölu.  

Bóluefnin Pfizer og Moderna eru í boði alla daga.  

Öll 16 ára og eldri geta komið í örvunarbólusetningu 4. mánuðum eftir seinni skammt grunnbólusetningar. Börn, 12 til  15 ára gömul, geta ekki fengið örvunarbólusetningu. 

Þau sem hafa fengið COVID-19 þurfa að kynna sér: Samantekt á reglum og ráðleggingum fyrir einstaklinga með sögu um COVID-19

Gildistími bólusetningarvottorða 

Við vekjum athygli á þv að COVID-19 bólusetningaskírteini eru með 9 mánaða gildistíma frá seinni skammti grunnbólusetningar. Þetta á við 16 ára og eldri. 

Ef lengra er liðið en 9 mánuðir frá grunnbólusetningu mun vottorð teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað stendur á því. Örvunarskammtur endurnýjar þennan 9 mánaða gildistíma.  

  • Ef örvunarskammtur er gefinn innan 9 mánaða frá grunnbólusetningu endurnýjast skírteinið strax 
  • Ef örvunarskammtur er gefinn meira en 9 mánuðum eftir grunnbólusetningu tekur það 14 daga að skírteinið verði gilt á ný.  

Framhald bólusetninga 

Þann 28. febrúar hefjast COVID-19 bólusetningar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. 

Þá verður bólusett ákveðna vikudaga á hverri stöð og bóka þarf tíma í bólusetningu.   

Þetta skipulag er til þess að nýta bóluefnið sem best. Að jafnaði verður eingöngu Pfizer bóluefnið notað.