Ný Geðheilsumiðstöð barna

Mynd af frétt Ný Geðheilsumiðstöð barna
26.11.2021

Geðheilsumiðstöð barna er nýtt úrræði hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Geðheilsumiðstöðin mun þjónusta börn og fjölskyldur á landsvísu og hefur starfsemi fyrri hluta næsta árs.

Miðstöðin mun sameina þjónustu sem Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga veita í dag. Markmiðið er að þessi nýja og öfluga miðstöð efli enn frekar þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. 

Fyrirhugað er að auglýsa eftir forstöðumanni fyrir nýju eininguna um mánaðarmót nóvember og desember.