Opið hús í örvunarskammt í dag 24. nóvember

Mynd af frétt Opið hús í örvunarskammt í dag 24. nóvember
24.11.2021

Öll sem luku grunnbólusetningu 24. júní eða fyrr eru velkomin í Laugardalshöll í dag 24. nóvember milli kl. 10.00 og 15.00. Notað verður mRNA bóluefnið Pfizer. 

Fólk sem er 70 ára og eldra getur komið ef 3 mánuðir eru liðnir frá seinni skammti grunnbólusetningar.

Fólk sem fékk Janssen og er ekki búið að fá neinn örvunarskammt má koma ef meira en 28 dagar eru liðnir frá bólusetningunni. Fólk sem búið er að fá Janssen grunnbólusetningu og einn örvunarskammt getur komið þegar a.m.k. 5 mánuðir eru liðnir frá örvunarskammtinum.

Að sjálfsögðu eru öll óbólusett 12 ára og eldri líka velkomin til okkar höllina.

Þau sem hafa ekki fengið boð í örvunarskammt gefa upp kennitölu.

Þau sem hafa fengið boð sýna strikamerki. Strikamerki í örvunarskammt gildir áfram óháð dagsetningu í boðinu.

Munið að 14 dagar þurfa að líða milli inflúensubólusetningar og bólusetningar gegn COVID-19. 

Þau sem eru búin með grunnbólusetningu og hafa fengið Covid eiga að bíða þangað til frekari fyrirmæli berast.

Örvunarbólusetningaátak verður í Laugardalshöll til og með 8. desember.

Nánari upplýsingar:

Örvunarskammtur vegna COVID-19 (heilsugaeslan.is)

Hver eiga ekki að þiggja örvunarbólusetningu nema í samráði við lækni?