Mikið álag á heilsugæslustöðvum og Læknavaktinni

Mynd af frétt Mikið álag á heilsugæslustöðvum og Læknavaktinni
11.11.2021

Núna er mikið er um umgangspestir, kvef og efri loftvegasýkingar bæði hjá börnum og fullorðnum.

Þetta veldur miklu álagi á heilsugæslustöðvar og Læknavaktina sem bætist ofan á verkefni vegna COVID-19 og bólusetninga.

Því minnum við á almenn ráð við umgangspestum sem hægt er að nota heima.  

Kvef er veirupest og lítið að hægt gera nema nýta almenn ráð til að bæta líðan, gefa hitalækkandi og gæta að næringu og vökvainntöku.

Hafið samband við heilsugæslu ef veikindin eru langvinn eða ef það eru mikil einkenni, t.d. langvinnur hiti eða slæmur eyrnaverkur: Einnig ef grunur er um fylgisýkingar s.s. kinnholubólgu eða lungnabólgu.  

Mikilvægt að allir með einkenni fari í PCR Einkennasýnatöku sem er pöntuð á Mínum síðum heilsuveru. Sjálfpróf og heimapróf duga ekki  

Við mælumst til þess að skjólstæðingar með kvefeinkenni mæti ekki beint á heilsugæslustöð heldur hafi samband áður. 

Á netspjalli á heilsuvera.is eru hjúkrunarfræðingar á vaktinni milli kl. 8:00 og 22:00 sem geta ráðlagt ef þarf.