FAST 112 hetjurnar

Mynd af frétt FAST 112 hetjurnar
29.10.2021

29. október er alþjóðlegi Slagdagurinn sem vekur athygli á einkennum slags (heilablóðfalls) og viðbrögðum við því. Slag er skerðing á heilastarfsemi sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Afleiðingar slags geta verið mjög alvarlegar. Það skiptir sköpum að koma einstaklingi undir læknishendur eins fljótt og unnt er svo meðferð geti hafist. Í bráðameðferð er unnið út frá hugmyndafræðinni „tímatap er heilatap“.


FAST 112 hetjurnar 
FAST 112 hetjur er verðlaunað fræðsluverkefni fyrir börn sem miðar að því að fræða alla fjölskylduna um einkenni slags og rétt viðbrögð við því. Átakið, sem kynnt er í dag, stendur öllum skólum og leikskólum á Íslandi til boða.  Skólar sem hafa áhuga á að taka þátt í FAST 112 hetjuverkefninu geta þeir skráð sig í gegnum fastheroes.com.
Skammstöfunin „FAST“ er notuð víða um heim og stendur fyrir face (andlit), arm (armur), speech (tal) og tími. Þegar FAST er metið eru þrjú megineinkenni skoðuð: Munnvik sígur niður öðru megin (máttminnkun í hálfu andliti), skyndilegt máttleysi í öðrum handlegg, einstaklingur á skyndilega erfitt með tal. Ef eitt af þessum einkennum á við skiptir tíminn máli og brýnt er að hringt sé strax í 112. 

Til að meta einkennin fer eftirfarandi FAST skimun fram.
F (face):  Biðja einstakling að brosa - sígur munnur eða auga niður öðrum megin?
A (arm) Biðja einstakling að halda höndum uppi –  sígur annar handleggurinn niður eða lyftist ekki upp?
S (speech) Biðja einstakling að fara með einfalda setningu – talar viðkomandi óskýrt og ekki hvað þú ert að segja?
T (time) Tímabært að hringja strax í 112 ef eitt eða fleiri af þessum atriðum eiga við og þig grunar slag

Frekari upplýsingar um FAST verkefnið og heilablóðfall á finna hér:

FAST verkefnið 

FAST hetjurnar fræðslumyndband

Umfjöllun um slag