Frábær starfsdagur stjórnenda hjá HH

Mynd af frétt Frábær starfsdagur stjórnenda hjá HH
21.10.2021

Þann 15. október komu saman á starfsdegi um 60 stjórnendur frá öllum starfsstöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Á dagskránni voru bæði hópavinna og erindi.

Um morguninn flutti Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands (HÍ) erindið Út úr kófinu þar sem hann fjallaði um hvernig HÍ tók á COVID-19 og hvað læra má af þeirra viðbrögðum. Seinna um daginn talaði Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur svo um að vera í hlutverki leiðtoga, nálganir og áskoranir.

Óskar Reykdalsson forstjóri lagði línurnar fyrir daginn í upphafi dagskrárinnar og dró saman í lok dags. Fólk var sammála um að dagurinn hefði verið gagnlegur, hvetjandi og gott veganesti fyrir vetrarstarfið.

Hópavinnan

Meginverkefni dagsins var hópavinna. Hver hópur fékk ákveðið viðfangsefni og þáttakendur völdu sér tvo hópa fyrirfram eftir áhugasviði.

Meginþemu voru fjögur: þjónusta, mannauður, gæði og samstaða.

Viðfangsefni fyrri lotu hópavinnu:

  • Þjónusta – aðgengi – heimilislæknar og hjúkrunarmóttaka
  • Þjónusta – aðgengi: walk-in þjónusta 
  • Þjónusta – aðgengi – mæðravernd og ung- og smábarnavernd
  • Þjónusta – aðgengi – geðheilsuteymi
  • Mannauður – mönnunarmódel á heilsugæslustöð
  • Mannauður – vellíðan á vinnustað í álagi

Viðfangsefni seinni lotu hópavinnu:

  • Gæði – Þjónusta heilsugæslunnar við aldraða
  • Gæði – Þjónusta heilsugæslunnar við langveika
  • Gæði – Þjónusta heilsugæslunnar við nýja foreldra og fjölskyldur
  • Gæði – Þjónusta heilsugæslustöðva við fólk með geðraskanir
  • Gæði – Annarrar línu geðþjónusta
  • Samstaða – teymisvinna á heilsugæslustöð
  • Samstaða – þjónustumiðuð menning

Markvissar umræður voru í hópunum en jafnframt líflegar og stundum mjög róttækar. Niðurstöður hópanna verða notaðar í stefnumótun HH. 

Hér eru nokkrar myndir frá þessum góða degi.