Dagskrá bólusetninga - Vikur 26-28

Mynd af frétt Dagskrá bólusetninga - Vikur 26-28
21.06.2021

Frá 28. júní til 14. júlí (vikur 26 til 28) verða aðallega seinni bólusetningar. Eftir það tekur við sumarfrí. (Uppfært 8. júlí).  

Vika 26 

  • Mánudagur 28. júní, kl. 10:00-12:30 - Moderna 
  • Þriðjudagur 29. júní, kl. 9:00 - 15:00 - Pfizer
  • Miðvikudagur 30. júní, kl. 9.00-16:00 - AstraZeneca 
  • Fimmtudagur 1. júlí, kl. 9.00-16.00 - AstraZeneca

Vika 27 

  • Þriðjudagur 6. júlí, kl. 10:00 -14:00 - Pfizer
  • Miðvikudagur 7. júlí, kl. 10:00-13:00 - Janssen - Opið hús og allir velkomnir. Þau boðuð sem hafa skráð sig hjá heilsugæslustöðvunum og á netspjalli Heilsuveru.

Vika 28

  • Þriðjudagur 13. júlí, kl. 10:00 - 14.00 - Pfizer. Þá eru endurbólusetningar og opinn dagur.
    Allir velkomnir sem velja Pfizer bóluefni og ekki þarf að bóka fyrirfram. Þau sem fá fyrri bólusetningu þennan dag munu fá seinni bólusetninguna að fimm viknum liðnum eða í kringum 17. ágúst.  
    Börn á aldrinum 12-15 ára eru ekki boðuð þennan dag. Ef sóttvarnalæknir ákveður að þessi aldurshópur verði boðaður í COVID-19 bólusetningu, þá er áætluð bólusetning fyrir hann í skólunum í lok ágúst. 
    Ef foreldrar hins vegar óska eftir bólusetningu fyrir börn sín fyrir þann tíma, t.d. ef fjölskyldur eru að flytja erlendis, geta þau mætt með börn sín þennan dag 13. júlí.
  • Miðvikudagur 14. júlí - Moderna, kl. 9:30 - 10:30 og AstraZeneca 11:00 - 13:00.

Þau sem eru með eina AstraZeneca bólusetningu geta mætt í seinni bólusetningu með Pfizer annað hvort 6. júlí eða 13. júlí ef þau kjósa það. 

Bólusetningar hefjast aftur um miðjan ágúst en með breyttu sniði.

Fyrirkomulag þeirra liggur ekki fyrir en verður kynnt þegar nær dregur.

Eins og er höfum við ekki svör við spurningum um bólusetningar eftir sumarfrí.