Dagskrá bólusetninga - Vika 22

Mynd af frétt Dagskrá bólusetninga - Vika 22
28.05.2021

Í viku 22 er er búið að skipuleggja þessar bólusetningar í Laugardalshöll:

  • Þriðjudaginn 1. júní er Pfizer bólusetning. Þá er seinni bólusetning og haldið áfram með forgangshópa. SMS boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00 til 14.30
  • Miðvikudaginn 2. júní er Moderna bólusetning. Þá er seinni bólusetning og haldið áfram með forgangshópa. SMS boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00 til 13:00
  • Fimmtudaginn 3. júní er Janssen bólusetning. Þá er haldið áfram með áhafnir og starfsmenn í skólum. SMS boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er10:00 til 11:00

Fólki úr forgangshópum, sem hefur einhverra hluta vegna ekki þegar fengið bólusetningu, verður boðin bólusetning að nýju.

Ef nægt efni verður til, verður reynt að fara niður í árgang 1975 en það er með fyrirvara um hvernig mæting forgangshópa verður.

Eins og staðan er núna munum við nýta allt AstraZeneca bóluefni sem berst til að gefa seinni skammtinn. Þeir sem fengu boð í fyrri skammt af AstraZeneca sem þeir gátu ekki nýtt sér munu fá boð í annað efni.

Í næstu viku (Vika 23) verður AstraZeneca bólusetning og þá verður eingöngu seinni bólusetning. Þeir sem þurfa að flýta seinni skammti geta komið þá.

Handahófsbólusetning árganga hefst næstu viku.  Framvegis verður líka reynt að taka alltaf vel á móti þeim í bólusetningu sem nú þegar hafa fengið boð í viðkomandi bóluefni.

Konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri sprautu af AstraZeneca geta valið um Pfizer eða AstraZeneca í seinni sprautu og fá boð í hvoru tveggja.

Hugsanlega fá einhverjir sem hafnað hafa bólusetningu alfarið boð í bólusetningu en þá sleppir viðkomandi bara því að mæta og þarf ekki að láta vita.

Fyrirkomulag á bólusetningastað 

Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.  Allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.

Spurningar  

Ef þú ert með spurningar varðandi fyrirkomulag bendum við á Algengar spurningar um fyrirkomulag bólusetninga

Ef þú hefur spurningar varðandi bólusetningar og heilsufar bendum við á netspjallið á heilsuvera.is.    

Við bendum líka á ítarlegar upplýsingar varðandi bólusetningar, bóluefnin og aukaverkanir á covid.is/bolusetningar  

Afþakka bólusetningar 

Ef þú vilt hafna bólusetningu alfarið óháð bóluefni, sendir þú nafn þitt og kennitölu á bolusetning@heilsugaeslan.is. Þar er engum spurningum svarað.

Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. 

Frétt uppfærð 31. maí.