Uppfært 6. maí, kl. 10:45
Í viku 18 er er búið að skipuleggja þessar bólusetningar í Laugardalshöll:
- Þriðjudaginn 4. maí verður Pfizer bólusetning. Þá er seinni bólusetning og bólusetning forgangshópa. Búið er að senda SMS boð til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9-15.
- Miðvikudaginn 5. maí verður Janssen bólusetning. Meðal annars bólusettir ákveðnir jaðarhópar, flugmenn og skipaáhafnir. Starfsmenn grunn- og leikskóla hafa líka fengið boð og byrjað er á fyrri parti stafrófsins, A-L. Bólusett er 9-13.
- Fimmtudaginn 6. maí verður AstraZeneca bólusetning. Þá er seinni bólusetning. Konur fæddar 1967 eða síðar hafa val hvort þær þiggja seinni skammt af AstraZeneca eða fá Pfizer síðar.
Einnig eru boðaðir í fyrri bólusetningu þeir sem eru fæddir 1966 eða fyrr, bæði karlar og konur. Að auki karlar fæddir 1967 til 1971. Bólusett er 9-16. - Föstudaginn 7. maí verður Moderna bólusetning. Þá er seinni bólusetning. Búið er að senda SMS boð til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Þetta er breytt dagsetning en fyrra boð var afturkallað. Bólusett er 9-12.
Ekki eru staðfestir fleiri bólusetningardagar í þessari viku. Við bendum á bólusetningardagatalið varðandi vísbendingar um framhaldið
Fyrirkomulag á bólusetningastað
Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.
Spurningar
Ef þú hefur spurningar varðandi bólusetningar og heilsufar bendum við á netspjallið á heilsuvera.is.
Við bendum líka á ítarlegar upplýsingar varðandi bólusetningar, bóluefnin og aukaverkanir á covid.is/bolusetningar
Afþakka bólusetningar
Ef þú vilt hafna bólusetningu alfarið óháð bóluefni, sendir þú nafn þitt og kennitölu á bolusetning@heilsugaeslan.is. Þar er engum spurningum svarað.
Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það.
Útgáfudagur fréttar 30 apríl
Síðast uppfært 6. maí, kl. 10:45