Búið er að opna fyrir vottorðasýnatökur

Mynd af frétt Búið er að opna fyrir vottorðasýnatökur
19.03.2021

Búið er að opna heimasíðu fyrir þá sem þurfa á sýnatöku og vottorði að halda. Heimasíðan er travel.covid.is og er síðan bæði á íslensku og ensku. Þeir sem eru á leið úr landi eða þurfa á PCR vottorði að halda geta skráð sig í gegnum síðuna.

Eftir að skráningu í sýnatöku er lokið fær viðkomandi sms skilaboð með strikamerki og tímasetningu í sýnatöku sem fer fram á Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík. Athugið að hægt er að velja sér ákveðnar tímasetningar. Ef niðurstaða prófsins er neikvæð verður hún send samdægurs í sms skilaboði og stuttu síðar verður rafrænt PCR vottorð sent á netfangið sem gefið var upp í skráningunni.

Verðið fyrir sýnatökuna og rafræna PCR vottorðið er 7.000 kr.