Bóluefni kláraðist í dag

Mynd af frétt Bóluefni kláraðist í dag
03.03.2021

Því miður kláraðist allt bóluefnið í dag um kl. hálf þrjú. Það þurfti því að visa mörgum frá sem voru búnir að fá boð um bólusetningu.

Skipulagning bólusetninganna er flókin. Allt bóluefni þarf að klárast á einum degi. Við reynum að tryggja að engir skammtar verði ónýttir en jafnframt að fara eftir forgangsröð, að boða eftir aldri. Alltaf eru boðaðir fleiri en eru í hverjum árgangi, til að mæta forföllum. Í dag var mjög góð mæting úr öllum boðuðum árgöngum, og þá kláraðist allt. Við munum fara yfir og skoða hvað við getum gert til að fyrirbyggja að verða uppiskroppa með bóluefni.

Hópurinn sem þurfti frá að hverfa í dag fær nýtt boð.  Bólusett verður næst á þriðjudag 9. mars, kl. 9:00 til 15:00 og er hópurinn velkominn á þeim tíma. Jafnframt verða boðaðir næstu aldurshópar, allt eftir því hvað við fáum mikið bóluefni til notkunar. 

Okkur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þykir þetta mjög miður enda margir búnir að bíða lengi eftir bólusetningu og jafnvel komu langan veg, með aðstoðarfólk með sér.