Skimun fyrir brjóstakrabbameini á landsbyggðinni hefst í mars 2021

Mynd af frétt Skimun fyrir brjóstakrabbameini á landsbyggðinni hefst í mars 2021
17.02.2021

Nú er komin áætlun um skimanir fyrir brjóstakrabbameini hjá konum á landsbyggðinni vorið 2021.

Hér má sjá þau bæjarfélög og dagsetningar þar sem skimað verður.  Brjóstaskimunin fer fram á heilsugæslustöðvum þessara staða.

  • Borgarnes - 1. mars til 9. mars
  • Hvammstangi - 15. mars og 16. mars
  • Blönduós - 17. mars til 19. mars
  • Sauðárkrókur - 22. mars til 26. mars
  • Siglufjörður - 3. maí til 7. maí
  • Höfn í Hornafirði - 17. maí til 19. maí.

Einkennalausar konur sem fengið hafa boðsbréf í skimun fyrir brjóstakrabbameini eru hvattar til að panta tíma í skimun. Samkvæmt skimunarleiðbeiningum landlæknis er konum á aldrinum 40 til 69 ára boðin skimun á tveggja ára fresti og 70 til 74 ára á þriggja ára fresti.
 
Ólíkt því sem áður var að þá fara tímapantanir fram hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana í síma 513-6700, á milli kl. 8:30 og 12:00, alla virka daga. Einnig er hægt að panta tíma með því að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is

Haustið 2021 verða aðrir staðir heimsóttir og allt árið er skimað fyrir krabbameini í brjóstum á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Lestu meira: