Konur 40 ára og eldri geta nú bókað tíma í brjóstaskimun

Mynd af frétt Konur 40 ára og eldri geta nú bókað tíma í brjóstaskimun
14.01.2021

Heilbrigðisráðuneytið hefur frestað breytingum á aldursviðmiðum kvenna í brjóstaskimun. Nú geta einkennalausar konur 40 til 74 ára bókað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini.

Tímapantanir í brjóstaskimun eru í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.

Tímapantanir í leghálsskimun eru á heilsugæslustöðvunum.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag eru á síðu Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana