Sýnatökur einkennalausra fyrir ferðalög, fyrirkomulag og gjaldskrá

Mynd af frétt Sýnatökur einkennalausra fyrir ferðalög, fyrirkomulag og gjaldskrá
10.12.2020

Hægt er að fara í COVID-19 sýnatöku (PCR-próf) til að útiloka sýkingu fyrir ferðalög,

Heilsugæslustöðvar sjá um að afgreiða öll erindi um sýnatökur þeirra sem eru ekki með einkenni sem benda til COVID-19.

Einstaklingur þarf að hafa samband við heilsugæslustöð og óska eftir beiðni um einkennalausa sýnatöku.

 • Taka þarf fram hvenær ferð er fyrirhuguð, þannig að hægt sé að skipuleggja tímasetningu sýnatöku.
 • Taka þarf fram hvernig vottorð þarf.  
 • Hægt er að fá vottorð á íslensku eða ensku send rafrænt í heilsuveru eða sækja útprentuð vottorð á heilsugæslustöð.  
 • Gengið er frá greiðslum þegar sýnataka er pöntuð.

Sýnatakan sjálf er eins og aðrar sýnatökur vegna COVID-19.

 • Sýnatökur fara fram á Suðurlandsbraut 34, jarðhæð.   
 • Væntanlegir ferðamenn fá strikamerki í farsíma og jafnframt tíma fyrir sýnatöku.  
 • Til að geta sinnt sóttvarnareglum á sýnatökustað er mælst til þess að mætt sé á réttum tíma.  
 • Sýnatökur ganga hratt fyrir sig og niðurstöður berast innan 24 klukkustunda. 
 • Allir sem fara í sýnatöku fá sjálfvirkt svar á Mínum síðum heilsuveru á íslensku.

Einkennalausir einstaklingar sem þurfa ekki skimun vegna reglna sóttvarnalæknis greiða samkvæmt gjaldskrá og reglugerð. 

Þau sem koma í aukaskimun greiða fyrir komu, skimun og vottorð. Þetta eru einstaklingar sem eru ekki með einkenni sem geta bent til COVID-19 og þurfa skimun af öðrum ástæðum en vegna reglna um sóttvarnir á Íslandi.

Sjúkratryggðir

Sjúkratryggðir 18 ára til 67 ára greiða komugjald eins og við á. Börn greiða ekki ekki komugjald en greiða fyrir skimun og vottorð.

 • Á heilsugæslustöð sem viðkomandi er skráður á 700 kr.
 • Á heilsugæslustöð sem viðkomandi er ekki skráður á 1.200 kr.

Að auki:

 • COVID-19 skimunargjald 7.000 kr.
 • Vottorð um COVID-19 niðurstöður 5.740 kr. Þetta er sama verð og fyrir vottorð um heilsufar eða vinnufærni vegna umhverfis eða atvinnu

Ósjúkratryggðir

 • Fyrir komu á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 10.250 kr.
 • Að auki COVID-19 skimunargjald 7.000 kr.
 • Vottorð um COVID-19 niðurstöður 6.765 kr.

Gjaldtakan er samkvæmt þessum reglugerðum

 • 640/2020 : Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 817/2012, um sóttvarnaráðstafanir, og (2.) breytingu á reglugerð nr. 580/2020, um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19
 • 581/2020 : Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 817/2012, um sóttvarnaráðstafanir