Breytt fyrirkomulag þjónustu á heilsugæslustöðvum

Mynd af frétt Breytt fyrirkomulag þjónustu á heilsugæslustöðvum
30.10.2020

Vegna aðstæðna í samfélaginu breytum við fyrirkomulagi þjónustu á heilsugæslustöðvum.

Við bjóðum alla velkomna en byrjum alltaf á símtali eða samskiptum á Mínum síðum á heilsuvera.is
Munum einnig eftir Netspjalli Heilsuveru þar sem  hægt er að fá ráðgjöf hjúkrunarfræðinga og símanúmerinu 1700 utan dagvinnutíma.
 
Viðtölum á heilsugæslustöðvum verður að jafnaði breytt í símtöl. Hringt verður í alla sem eiga tíma og kannað hvort viðtal á staðnum sé nauðsynlegt.

Með því að leysa það sem er mögulegt í gegnum síma fækkum við þeim sem eru á heilsugæslustöðvunum hverju sinni og minnkum þannig líkur á smiti.

Þeir sem koma á heilsugæslustöðvar eiga að því koma einir ef þeir geta og við minnum á að allir eiga að bera andlitsgrímu.

Ung- og smábarnavernd og mæðravernd verður áfram en í breyttu formi. Enginn fylgdarmaður í mæðravernd og eitt foreldri í ung- og smábarnavernd.

Ekki koma vegna bráðra veikinda án þess að gera boð á undan þér í síma nema að það sé óhjákvæmilegt.
 
Heilsugæslunni hefur gengið vel á þessum erfiðu tímum og smit á stöðvunum okkar er alger undantekning. Þetta góða verklag hefur tekið breytingum eftir aðstæðum í samfélaginu og núna er tilefni til að gera þessar breytingar sem gilda a.m.k. í viku. 
  
Við hvetjum þig til að hafa samband við heilsugæsluna þína ef þú þarft á okkur að halda.

Við erum hér fyrir þig.