Fræðadögum heilsugæslunnar frestað

Mynd af frétt Fræðadögum heilsugæslunnar frestað
22.09.2020

Búið er að fresta árlegum Fræðadögum heilsugæslunnar sem halda átti 29. og 30 október. Þetta hefðu orðið 12. Fræðadagarnir.

Undanfarnar vikur höfum við leitað leiða til að halda dagana þrátt fyrir ástandið. Mikið álag hefur verið á starfsfólki heilsugæslu síðan í mars og mikilvægt er að gera eitthvað fyrir hópinn til upplyftingar og innblásturs. 

Eftir fjölgun tilfella af COVID-19 síðustu vikur og daga var niðurstaðan að ekki væri verjandi að hópur heilsugæslustarfsmanna af mismunandi starfsstöðvum hittist með þessum hætti jafnvel þó fjarlægðar væri gætt og hluti gesta fylgdist með streymi.

Við geymum spennandi dagskrá dagana þangað til næsta haust.

Sjáumst að sama tíma að ári.