Sýnataka vegna ferðalaga til útlanda

Mynd af frétt Sýnataka vegna ferðalaga til útlanda
25.08.2020

Þeir sem eru á leið til landa sem krefjast veiruprófs geta haft samband við næstu heilsugæslu til að fara í skimun.

Greiða þarf komugjald og rannsóknsóknargjald samkvæmt gjaldskrá. Ef nauðsynlegt er að fá vottorð þarf einnig að greiða fyrir það.

Niðurstöður koma í gegnum mínar síður Heilsuveru eða með sms-skilaboðum. Læknir gefur út vottorð um niðurstöðuna ef þörf krefur. 

Veirupróf eru takmörkuð auðlind og þessi próf eru ekki í boði nema staðfest sé að áfangastaður krefjist neikvæðs veiruprófs.