Sýnatökur vegna COVID-19

Mynd af frétt Sýnatökur vegna COVID-19
12.08.2020

Sýnatökur þeirra sem eru með einkenni.

Heilsugæslustöðvar annast sýnatökur hjá einstaklingum sem eru með einkenni sem geta bent til COVID-19.

Þau eru :

  • hiti ≥ 38,5°C við skoðun 
  • bein- og vöðvaverkir 
  • hósti eða andþyngsli 
  • skyndilegar breytingar á bragð- og/eða lyktarskyni 
  • önnur sjaldgæfari einkenni, t.d. kvefeinkenni, hálssærindi, ógleði, uppköst eða niðurgangur 

Heilsugæslustöðvar taka ekki sýni hjá einkennalausu fólki.

Hringdu á heilsugæslustöðina þína til að óska eftir sýnatöku. Mjög mikilvægt er að enginn sem er með hugsanleg COVID einkenni komi á heilsugæslustöð, alltaf þarf að hringja á undan.

Á virkum dögum fara sýnatökur fram fyrir utan heilsugæslustöðvar, einstaklingar koma í bíl á fyrirfram ákveðnum tíma og starfsmaður kemur út til að taka sýnið. Niðurstöður berast oftast innan sólarhrings. Neikvæðar niðurstöður á mínum síðum heilsuveru og jákvæðar í símtali. Einstaklingur með möguleg einkenni þarf að vera í einangrun þar til neikvæðar niðurstöður berast.

Sýnatökur þeirra sem koma til landsins

Auk sýnatöku við komuna til landsins þurfa ákveðnir hópar þurfa að fara í aðra sýnatöku. Það eru komufarþegar með íslenskan ríkisborgararétt, lögheimili á Íslandi og/eða tengslanet í íslensku samfélagi auk ferðamanna frá ákveðnum svæðum sem dveljast hér í 10 daga eða lengur. 

Sýnataka nr. 2 er eftir 4-6 daga. Ekki er hægt að flýta þessari sýnatöku því það tekur nokkra daga fyrir nýtt smit að greinast.

Fyrir höfuðborgarsvæðið er seinni sýnatakan að Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík, jarðhæð, á milli kl. 8:30 og 15:00 virka daga og 12:00-15:00 um helgar.