Nýr heimilislæknir á Heilsugæslunni Sólvangi

Mynd af frétt Nýr heimilislæknir á Heilsugæslunni Sólvangi
12.08.2020

Fríða Guðný Birgisdóttir, hefur verið ráðin sem sérfræðingur í heimilislækningum við Heilsugæsluna Sólvangi frá 1. apríl 2020. 
 
Fríða Guðný lauk grunnnámi í læknisfræði við Háskóla Íslands 2012. Hún tók kandídatsárið hér heima og fékk lækningaleyfi í árið 2013.
 
Fríða Guðný hóf formlega sérnám í heimilislækningum í ágúst 2013 og lauk því í mars 2020. Hún tók sérnámið á Heilsugæslunni Sólvangi og er því öllum hnútum kunnug.

Hún mun taka við samlagi Ragnars Freys Rúnarssonar heimilislæknis sem lét af störfum 31. júlí síðastliðinn. 
 
Við bjóðum Fríðu Guðnýju velkomna til áframhaldandi starfa innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.