Sýnatökur vegna hópsmits

Mynd af frétt Sýnatökur vegna hópsmits
26.06.2020

Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru að sinna sýnatökum í dag samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Sýni eru tekin úr einstaklingum sem eru í sóttkví vegna hópsmits á svæðinu.

Á mánudaginn  verður haldið áfram með sýnatökur úr öðrum hópum sem tengjast hópsmitinu.

Sóttvarnalæknir hefur samband símleiðis við þá sem reynast smitaðir. Einstaklingar með neikvætt sýni halda áfram í sóttkví og fá skilaboð á Mínum síðum Heilsuveru um niðurstöður.  

Hægt er að senda beiðni um sýnatöku í gegnum Mínar síður Heilsuveru. Beiðnin verður afgreidd á mánudaginn.