Ráðgjöf vegna COVID-19?

Mynd af frétt Ráðgjöf vegna COVID-19?
12.03.2020

Ef þú þarft ráðgjöf hjúkrunarfræðinga vegna COVID-19 þá eru nokkrar leiðir.

Veljið samskiptaleið eftir því hversu mikil veikindin eru, til að þeir sem eru alvarlega veikir geti fengið ráðgjöf án tafar.

Alvarleg veikindi:

  • Vaktsíminn 1700
  • Símtal á þína heilsugæslu á dagvinnutíma

Minni veikindi:

  • Samskipti á Mínum síðum á heilsuvera.is
  • Netspjall á heilsuvera.is - 8:00-22:00

 

Fréttin var uppfærð 12. mars.