Óveður 14. febrúar

Mynd af frétt Óveður 14. febrúar
13.02.2020

Það er búið að lýsa yfir óvissustigi. Í samræmi við tilmæli Almannavarna er einungis lágmarksstarfssemi á heilsugæslustöðvum, a.m.k. fram að hádegi.

Bókaðir tímar falla niður fyrir hádegi. Hafið samband við stöðvarnar til að fá nýja tíma. Við munum leggja okkur fram um að leysa það sem best.

Notum skynsemina og förum varlega.